Flugvellir 20, 230 Keflavík
55.900.000 Kr.
Atvinnuhús/ Lager - Iðnaðarhúsnæði
1 herb.
276 m2
55.900.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2019
Brunabótamat
75.750.000
Fasteignamat
36.300.000

Atvinnueign kynnir til sölu eða leigu: 276,3 m2 atvinnuhúsnæði við Flugvelli 20 í Reykjanesbæ. Byggingin er einnar hæðar iðnaðarhúsnæði með millilofti.

Neðri hæð er skráð 220,8 m2 en milliloft er skráð 55,5 m2. Samtals 276,3 m2

Nánari lýsing:
Fullbúið hús að utan, komin rafmagnstafla og lýsing í sal með öllum lagnastigum.  Vinnulýsing á millilofti. Hita og vatnslagnir komnar (ofnar og blásarar)  Veggur á milli millilofts og aðalsalar uppkomin með stálstiga á milli hæða og eldvarnardyrum. Innveggjaeiningar fyrir efri og neðri hæð fylgja en óuppsettar sem gefur kaupanda sveigjanleika að breyta innra skipulagi. Stálvirki eldvarnarmálað, gólf á jarðhæð lögð vönduðu epoxy gólfefni (700 gólf frá SS Gólf ehf) 4 gólfniðurföll. Uppsettur flóttastigi fyrir efri hæð og brunakefli í aðal salnum ásamt skolvaski. Hita og rafmagnsinntök eru sér fyrir hvert bil.

Burðarvirkier járnbent steinsteypa í sökklum og botnplötu, burðarvirki ofan botnplötu er úr stáli klætt 80mm steinullar samlokueiningum, stálkæddum beggja vegna. Skilveggir á milli eigna eru úr 80mm steinullareiningum EI60. Ábræddur þakpappi lagður ofan á samloku þakeiningarnar. Innveggir eru hefðbundnir gipsveggir. Stálstigi galvaniseraður á milli hæða. Byggingin skilast fullkláruð að utan, með  máluðum bílastæðum, lýsingu utan á húsinu, rafmagnsrör lagt út að innkeyrslu fyrir síðari tengingu á skilti eða opnanlegu hliði. Lóðin verður öll malbikuð. PVC Gluggar og hurðir frá M&S Pomorska, rafdrifnar iðnaðarhurðir frá Betidom . Litur hús ljósgrátt, skyggni, gluggar og allar hurðir koks grátt RAL7016. Þakrennur og niðurföll fullfrágengið. Salarhæð er minnst 6 metrar og mest 9 metrar. Eignin er laus til afhendingar við samning.

Stærð lóðar er 5.021,5 fm með 54 bílastæðum.

Allar nánari upplýsingar á og utan opnunartíma veitir:
Halldór Már Sverrisson lögg. fasteignasali, leigumiðlari og viðskiptafr. í síma 898 5599 eða [email protected]

Á vefsíðu okkar getur þú fundið fleiri eignir sem og kynnt þér þjónustu Atvinnueigna ehf, www.atvinnueign.is

               - Atvinnueignir eru okkar fag -  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupana:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati (0,4% af fyrstu eign), lögaðili greiðir 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr.- af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á heimsíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.